Árleg jólasýning fimleikadeildar Ungmennafélags Selfoss fór fram í dag í íþróttahúsi Vallaskóla. Samtals voru sýningar dagsins þrjár og komu um 300 iðkendur fram á þeim
Þema sýningarinnar var Inside Out og þar var sögð sagan af Dagnýju og þeim tilfinningum sem takast á innra með henni. Eins og síðustu ár var Helga Margrét Höskuldsdóttir sögumaður og las hún söguna frábærlega og hreif áhorfendur með sér inn í ævintýraheiminn.
Jólasýningin er langstærsti viðburður fimleikadeildarinnar og hefur undirbúningur fyrir hana staðið síðan í haust. Mikið er lagt í umgjörð og sviðsmynd og eins og áður mæta um eittþúsund gestir í húsið til þess að njóta sýningarinnar.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem ljósmyndari sunnlenska.is tók á lokasýningunni í dag.