Selfoss tapaði 3-0 þegar liðið heimsótti Keflavík í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld.
Leikurinn var markalaus þar til á 28. mínútu að Stefan Ljubicic kom Keflavík yfir. Hann var aftur á ferðinni á 42. mínútu og staðan var 0-2 í hálfleik.
Stefan kórónaði svo þrennu sína á fjórðu mínútu seinni hálfleiks og þar við sat.
Staðan í riðli-4 er þannig að Keflavík er í 2. sæti með 9 stig en Selfoss er í 6. og neðsta sæti með 1 stig.