Nýliðar Hamars eru að styrkja sig fyrir komandi átök í úrvalsdeild karla í körfubolta en þeir hafa fengið til liðs við sig spænska framherjann Ibu Jassey.
Jassey, sem er 25 ára gamall og 202 cm á hæð, lék með Sindra frá Hornafirði í 1. deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann skilaði 10 stigum og 9 fráköstum, auk 4 stoðsendinga að meðaltali í leik.
Fyrr í sumar tilkynntu Hamarsmenn að leikstjórnandinn Jose Medina hafi framlengt samning sinn við Hamar til tveggja ára og þá hafa heimamennirnir Ragnar Nathanaelsson og Björn Ásgeir Ásgeirsson báðir skrifaði undir nýja samninga við Hamar og munu taka slaginn í úrvalsdeildinni.