Í kvöld fer fram lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta og mun það þá ráðast hvaða lið verður deildarmeistari og hvaða lið falla um deild.
Á sama tíma ræðst hver verður endanleg röð næstu fjögurra liða sem fara í úrslitakeppni um hitt lausa sætið í Domino’s deildinni.
Hamar á ennþá möguleika á að ná 1. sætinu og fara beint upp um deild en þeir eru í baráttu við Hauka og Valsmenn.
Hamar mætir FSu í Hveragerði kl. 19:15 í kvöld og þarf Hamar sigur og treysta á að Valur og Hamar tapi á sama tíma til að verða í fyrsta sæti.
Höttur og Haukar mætast kl. 18.30 á Egilsstöðum. Með sigri verða Haukar deildarmeistarar óháð úrslitum í öðrum leikjum.
Valur og Augnablik mætast kl. 20.30 og Valur þarf sigur og treysta á að Haukar tapi fyrir Hetti til að verða deildarmeistarar. Á sama tíma þarf Augnablik sigur til að tryggja sæti sitt í deildinni.