Semyon Lomasov og Mikhail Antipov hafa forystu á heimsmeistaramóti Skákfélags Selfoss og nágrennis en fjórða umferðin var tefld á Hótel Selfossi í dag.
Lomasov sigraði Rafael Leitão en báðir áttu þeir möguleika á því að komast í efsta sæti mótsins með sigri í dag. Lomasov hefur nú þrjá vinninga, jafn marga og Antipov sem gerði jafntefli við Héðinn Steingrímsson í dag.
Ahmed Adly sigraði Sergei Zhigalko en Egyptinn sterki er greinilega staðráðinn í því að halda sér í toppbaráttu mótsins.
Jafntefli varð niðurstaðan í öðrum skákum dagsins, Helgi Áss Grétarsson og Sarasadat Khademalsharieh skildu jöfn og sömuleiðis gerðu Dinara Saduakassova og Hannes Hlífar Stefánsson jafntefli.
Staðan á heimsmeistaramótinu eftir fjórar umferðir:
Semyon Lomasov 3,0 v.
Mikhail Antipov 3,0 v.
Ahmed Adly 2,5 v.
Hannes Hlífar Stefánsson 2,0 v.
Rafael Leitão 2,0 v.
Sergei Zhigalko 1,5 v.
Dinara Saduakassova 1,5 v.
Sarasadat Khademalsharieh 1,5 v.
Héðinn Steingrímsson 1,5 v.
Helgi Áss Grétarsson 1,5 v.
Eftir fjögurra daga setu við taflborðið fá keppendur frí á morgun en fimmta umferðin hefst kl. 13:00 á sunnudag og eru áhorfendur hvattir til að líta við en aðstæður til skákiðkunar eru hinar bestu á Hótel Selfossi.