Rangæingamótið í skák var haldið í Grunnskólanum á Hellu í síðustu viku. Þar mættu tæplega 40 keppendur frá Heklu og Dímon og kepptu í þremur alfursflokkum.
Ungmennafélagið Hekla sá um keppnishaldið en tefldar voru fimm umferðir eftir monrad-kerfi þar sem umhugsunartíminn var tíu mínútur á keppanda í hverri skák.
Í flokki 9 ára og yngri voru fimmtán keppendur en þar sigraði Aron Birkir Guðmundsson, Heklu, með 4,5 vinning. Annar varð Martin Patryk Strichakham, Heklu, með 4+1 vinning og þriðji Gabríel Snær Ólafsson, Heklu, með 4+0 vinninga.
Þrettán keppendur voru í flokki 10-12 ára og þar varð Almar Máni Þorsteinsson, Heklu, hlutskarpastur með 4+1 vinning, Heiðar Óli Guðmundsson, Heklu, annar með 4+0 vinninga og Katla Torfadóttir, Heklu, þriðja með 3,5 + 1 vinning.
Í flokki 13-16 ára voru átta keppendur og þar sigraði Haraldur Halldórsson, Heklu, með 4 vinninga, Axel Edilon Guðmundsson, Dímon, varð annar með 3,5 vinninga og Björn Ívar Björnsson, Dímon, þriðji einnig með 3,5 vinninga.