Bikarkeppni neðri deilda karla í knattspyrnu er nýtt knattspyrnumót sem farið er af stað með í sumar. Uppsveitir og Árborg eru fulltrúar Suðurlands í keppninni en dregið var í 32-liða úrslitin í dag.
Bikarkeppni neðri deilda hefur fengið nafnið Fótbolti.net-bikarinn og í hann eru skráð lið í 2., 3. og 4. deild karla. Úrslitaleikur mótsins mun fara fram á Laugardalsvellinum í lok september.
Uppsveitir og Árborg fá bæði heimaleiki í 32-liða úrslitunum, Uppsveitir taka á móti Hetti/Huginn á Flúðavelli og Árborg fær Knattspyrnufélag Vesturbæjar í heimsókn á gervigrasið á Selfossi. Áætlað er að leikirnir fari fram miðvikudaginn 21. júní.