Þór Þorlákshöfn vann virkilega góðan útisigur á ÍR-ingum í Hertz-Hellinum í Breiðholti í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld, 68-70.
Þórsarar voru sterkari í fyrstu þremur leikhlutunum en staðan í leikhléi var 27-36. Þór hafði nokkuð þægilegt forskot, 46-60, þegar síðasti fjórðungurinn hófst.
Þá gerðu ÍR-ingar 16-2 áhlaup og jöfnuðu 62-62 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Lokakaflinn var æsispennandi en Ólafur Helgi Jónsson innsiglaði tveggja stiga sigur Þórsara á lokasekúndunni af vítalínunni.
Þór hefur nú 14 stig og er áfram í 9. sæti deildarinnar.
Tölfræði Þórs: DJ Balentine II 19, Ólafur Helgi Jónsson 15/8 fráköst, Chaz Calvaron Williams 15/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 12/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 5/9 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 2.