Spennandi stigakeppni milli Heklu og Þjótanda

Héraðsmót HSK í skák fyrir 16 ára og yngri fór fram í Þingborg á laugardaginn. Teflt var með 15 mínútna umhugsunartíma. Þetta var skemmtilegt mót með mörgum óvæntum úrslitum.

Það gafst vel að auka tímann úr 10 mín. í 15 mín. enda er það yfirleitt helsta verkefnið að fá börnin til að tefla hægar og þannig betur.

Heildarúrslit eru á heimasíðu skákstarfs Þjótanda og á vefsíðu með úrslitum má einnig smella á einstaka keppendur til að sjá sögu viðkomandi keppanda.

Þetta mót var einnig keppni á milli félaga. Stigaútreikningur er þannig að fyrsta sæti gefur 6 stig – og svo talið niður.

Í heildina urðu úrslit þessi:
1. Umf. Hekla – 20 stig
2. Umf. Þjótandi – 20 stig
3. Umf. Gnúpverja – 7 stig

Umf. Hekla hefur unnið þessa stigakeppni undanfarin ár en núna er Þjótandi farinn að veita Heklu verðuga keppni.

Fyrri greinInnbrotsþjófar á reynslulausn – komnir bak við lás og slá
Næsta greinDagný tryggði Íslandi sigur