Spennuleikur í Gjánni

Arnór Bjarki Eyþórsson skoraði 14 stig í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tapaði naumlega þegar Skallagrímur kom í heimsókn í Gjánna í kvöld í 1. deild karla í körfubolta.

Leikurinn var jafn allan tímann, Skallagrímur hafði frumkvæðið í 1. leikhluta en Selfoss komst yfir í 2. leikhluta. Staðan var 47-41 þegqr tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þá gerðu gestirnir áhlaup og leiddu 49-51 í hálfleik.

Liðin skiptust ítrekað á um að hafa forystuna allan seinni hálfleikinn og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir leiddu Selfyssingar 87-84. Borgnesingar komust yfir skömmu síðar og héldu forystunni allt til leiksloka. Lokatölur urðu 94-103.

Micheal Asante var stigahæstur Selfyssinga með 36 stig og 18 fráköst, Birkir Hrafn Eyþórsson skoraði 16 stig og tók 5 fráköst, Arnór Eyþórsson skoraði 14 stig og tók 4 fráköst og Vojtech Novak skoraði 13 stig og tók 11 fráköst.

Fyrri greinHamar tapaði stórt
Næsta greinHellisheiðin opin