Héraðsmót HSK í glímu fór fram að Laugalandi í Holtum á dögunum. Stefán Geirsson, Þjótanda, vann Skarphéðinsskjöldinn og Marín Laufey Davíðsdóttir, Þjótanda, Bergþóruskjöldinn.
Alls komu til leiks 51 keppandi frá fjórum félögum innan vébanda HSK. Nú var glímt um Skarphéðinsskjöldinn í 90. sinn og Bergþóruskjöldinn í 13. sinn.
Stefán sigraði í Skjaldarglímu Skarphéðins í 10. skipti, en hann vann fyrst árið 1999. Stefán jafnaði þar með árangur Sigurðar Steinþórssonar frá Haugi i fjölda titla, en Sigurður vann skjöldinn 10 ár í röð frá 1961 – 1970. Marín Laufey hampaði fimmta sigrinum í röð í glímunni um Bergþóruskjöldinn. Hún jafnaði þar með árangur Elísabethar Patriarcu á Hvolsvelli, en hún vann einnig fimm ár í röð árin 2005 – 2009.
Hér má sjá verðlaunahafa, en heildarúrslit eru á www.hsk.is.
Verðlaunahafar:
Skjaldarglíma Skarphéðins Félag
1. Stefán Geirsson Þjótandi
2. Jón Óskar Björgvinsson Dímon
3. Bjarki Oddsson Dímon
Skjaldarglíma Bergþóru
1. Marín Laufey Davíðsdóttir Þjótandi
2. Hanna Kristín Ólafsdóttir Þjótandi
3. Guðrún Inga Helgadóttir Þjótandi
Unglingar 17-20 ára
1. Pétur Logi Pétursson Dímon
2. Haukur Hjaltason Dímon
3. Þorgils Kári Sigurðsson Þjótandi
Strákar 16 ára
1. Þorgils Kári Sigurðsson Þjótandi
2. Jón Gunnþór Þorsteinsson Þjótandi
3. Gunnlaugur F. Margrétarson Dímon
Stelpur 15-16 ára
1. Hanna Kristín Ólafsdóttir Þjótandi
2. Belinda Margrét Birkisdóttir Dímon
Strákar 15 ára
1. Eiður Helgi Benediktsson Garpur
2. Marínó Pálsson Dímon
Stelpur 14 ára
1. Jana Lind Ellertsdóttir Garpur
2. Jóhanna Sóldís Hyström Dímon
Strákar 14 ára
1. Ágúst Aron Guðjónsson Dímon
2. Gústaf Sæland Bisk.
3. Jón Pétur Þorvaldsson Dímon
Stelpur 13 ára
1. Sigurlín Franziska Arnarsd. Garpur
2. Dórothea Oddsdóttir Dímon
3. Sóley Kristjánsdóttir Garpur
Strákar 13 ára
1. Sindri Ingvarsson Dímon
2. Gestur Jónsson Dímon
3. Davíð Gabríel Glascorsson Dímon
Stelpur 12 ára
1. Kolbrá Lóa Ágústsdóttir Dímon
2. Hildur Jónsdóttir Garpur
3. Birgitta Saga Jónsdóttir Dímon
Strákar 12 ára
1. Finnur Þór Guðmundsson Laugdælir
2. Kristján Bjarni Indriðason Dímon
3. Aron Sigurjónsson Dímon
Stelpur 11 ára og yngri
1. Sunna Sigurjónsdóttir Dímon
2. Freyja Benónýsdóttir Dímon
3. Aldís Freyja Kristjánsdóttir Garpur
Strákar 11 ára og yngri
1. Þorsteinn Guðnason Dímon
2. Ísak Guðnason Dímon
3. Olgeir Otri Engilbertsson Garpur
Stigakeppnin:
Stigakeppni félaga er í fjórum flokkum og er veittur bikar fyrir sigur í hverjum flokki.
Karlar 20 ára og eldri:
1. Þjótandi 15 stig
2. Þjótandi 6
Konur 17 ára og eldri:
1. Dímon 12 stig
Drengir 19 ára og yngri:
1. Dímon 66 stig
2. Þjótandi 11 –
3. Garpur 10 –
4. Laugdælir 6 –
Stúlkur 16 ára og yngri:
1. Dímon 42 stig
2. Garpur 36 –
3. Þjótandi 6 –