Stefna á fyrstu par 6 golfholuna

Að sögn Þráins Sigurðssonar, formanns Golfklúbbsins í Vík, er golfvöllurinn þar í sínu besta ástandi. Framundan er að breyta einni holu vallarins í par 6 holu sem væri sú fyrsta á landinu.

,,Ætli það sé ekki vegna hins árlega öskufoks,” sagði Þráinn en völlurinn í Vík telst til strandvalla og er óvenjulegur um margt.

Framundan er að breyta 5. holunni í par 6 holu sem væri þá sú fyrsta á landinu. Í dag er holan lengsta par 5. hola á landinu af gulum teig en hún er 565 metra löng. Að sögn Þráins er spennandi að geta boðið upp á par 6 holu á vellinum.

Í GKV eru 40 meðlimir en að sögn Þráins er talsvert um að eigendur golfkortsins komi og spili. ,,Aðsóknin má alltaf vera meiri en við teljum að völlurinn sé að verða mjög spennandi,” segir Þráinn.

Fyrri greinÖkklabrotinn á Fimmvörðuhálsi
Næsta greinFramkvæmdir fyrir ríflega 100 milljónir