Stefnir í metsumar – vallarbreytingar í haust

Að sögn Unnsteins Eggertssonar, ritara Golfklúbbsins Flúðir, stefnir í metaðsókn að Selsvelli á þessu sumri.

„Tíðarfarið er búið að vera mjög gott og aðsóknin eftir því. Ef ágúst verður góður er ljóst að aðsóknarmet verður slegið,“ sagði Unnsteinn í samtali við Sunnlenska.

Nýja Hvítaárbrúin hefur aukið aðsókn á völlinn í sumar og haft nokkuð að gera með fjölgun félagsmanna en þeim hefur fjölgað í 290 í sumar, um 20%.

Í haust verður ráðist í endurbætur á vellinum sem Edwin Rögnvaldsson, golfvallahönnuður, hefur gert. Að sögn Unnsteins er þeim ætlað að bæta flæði um völlinn og verða framkvæmdir í haust og haustið 2013.

Fyrri greinFH afgreiddi Selfoss í seinni hálfleik
Næsta greinValt eftir árekstur