Stephens sú eina sem eitthvað kvað að

Lið Hamars/Þórs. Ljósmynd/Hamar-Þór Körfubolti

Kvennalið Hamars-Þórs í körfubolta tapaði stórt þegar liðið heimsótti Tindastól á Sauðárkrók í 1. deild kvenna í körfubolta í dag.

Stólarnir voru mun sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 38-15 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var jafnari en lokatölur urðu 70-45.

Fallyn Stephens var best í liði Hamars-Þórs í dag, skoraði 20 stig og tók 8 fráköst, auk þess sem hún stal 5 boltum. Dagrún Inga Jónsdóttir var næst stigahæst með 5 stig.

Hamar-Þór er í 4. sæti deildarinnar með 4 stig, Tindastóll er í 3. sætinu með jafn mörg stig en hefur leikið einum leik færra.

Fyrri greinKaritas til liðs við Íslandsmeistarana
Næsta greinBjarki Már funheitur gegn Alsír