Hamar-Þór vann glæsilegan sigur á Tindastóli í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 94-87.
Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur, Tindastóll náði góðu forskoti í 1. leikhluta en Hamar-Þór kom til baka í 2. leikhluta og staðan var 48-51 í hálfleik. Heimakonur voru sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum og með 12-3 áhlaupi undir lok 3. leikhluta náðu þær að breyta stöðunni í 74-69. Munurinn fór í tíu stig í upphafi 4. leikhluta og Hamar-Þór hélt forskotinu allt til leiksloka.
Emma Hrönn Hákonardóttir var í miklu stuði hjá Hamri-Þór, skoraði 31 stig, Jenna Mastellone skoraði 23 stig og tók 11 fráköst og Hildur Björk Gunnsteinsdóttir átti sömuleiðis mjög góðan leik og skoraði 19 stig.
Hamar-Þór er nú í 5. sæti deildarinnar með 4 stig en Tindastóll er í 8. sæti með 2 stig.
Tölfræði Hamars-Þórs: Emma Hrönn Hákonardóttir 31/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jenna Mastellone 23/11 fráköst, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 7, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 5/6 stolnir, Stefania Osk Olafsdottir 3, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 2, Helga María Janusdóttir 2, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 2, Gígja Rut Gautadóttir 5 fráköst.