Sterk stig á heimavelli

Haukur Ingi Gunnarsson snýr á varnarmann Smára. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Árborg vann góðan sigur á sterku liði Smára í D-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á Selfossivelli í kvöld.

Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið. 

Í upphafi síðari hálfleiks náði varamaðurinn Sveinn Kristinn Símonarson að brjóta ísinn, þegar hann kom Árborg yfir með marki beint úr hornspyrnu. Ekki í fyrsta skipti í sumar.

Það var hart barist í seinni hálfleik en það var ekki fyrr en á lokamínútu leiksins að Aron Freyr Margeirsson náði að innsigla 2-0 sigur Árborgar þegar hann staðsetti sig vel í teignum og náði frákasti eftir varið skot.

Árborg er í 3. sæti D-riðils að loknum tveimur umferðum, með 6 stig eins og þrjú önnur lið.

Fyrri greinSelfoss kláraði Stjörnuna í fyrri hálfleik
Næsta greinHræddur við að shanka golfbolta