Hamar-Þór gerði góða ferð vestur í Stykkishólm í dag þar sem liðið vann sterkan sigur á Snæfelli í 1. deild kvenna í körfubolta.
Hamar-Þór byrjaði vel í leiknum og leiddi eftir 1. leikhlutann og staðan í hálfleik var 31-36, Hamri-Þór í vil.
Í 3. leikhluta hljóp meiri spenna í leikinn. Snæfell jafnaði 49-49 undir lok leikhlutans og komst yfir í kjölfarið. Fjórði leikhlutinn var æsispennandi, liðin skiptust á um að hafa forystuna fyrstu fimm mínúturnar en á lokakaflanum spilaði Hamar-Þór góða vörn og þær luku leiknum á 10-2 áhlaupi á síðustu rúmu fjóru mínútunum.
Astaja Tyghter var stigahæst hjá Hamri-Þór í dag með 31 stig og 14 fráköst. Julia Demirer átti sömuleiðis frábæran leik með 22 stig, 17 fráköst og 6 stoðsendingar.
Hamar-Þór er í 7. sæti deildarinnar með 18 stig en Snæfell er í 3. sæti með 22 stig.
Tölfræði Hamars-Þórs: Astaja Tyghter 31/14 fráköst, Julia Demirer 22/17 fráköst/6 stoðsendingar, Helga María Janusdóttir 11, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 4/5 stoðsendingar, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 3, Margrét Lilja Thorsteinson 3.