Sterkur útisigur Selfyssinga

Ari Gylfason skoraði 22 stig og tók 11 fráköst. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann góðan útisigur á Hetti í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur á Egilsstöðum urðu 80-97.

Selfyssingar höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins og leiddu í leikhléi 40-52. Gestirnir slógu ekkert af í seinni hálfleik, vörðu forskotið vel og rúmlega það því munurinn jókst og varð að lokum 17 stig.

Christopher Caird, þjálfari Selfoss, tók fram skóna í kvöld og átti fínan leik ásamt þeim Michael Rodriguez, Ara Gylfasyni og Snjólfi Stefánssyni.

Tölfræði Selfoss: Michael E Rodriguez 29/9 stoðsendingar, Ari Gylfason 22/11 fráköst, Christopher Caird 18/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 15/12 fráköst, Arminas Kelmelis 9, Björn Ásgeir Ásgeirsson 2, Svavar Ingi Stefánsson 2.

Fyrri greinÚtgáfu heimildarmyndar um landsmót UMFÍ fagnað
Næsta grein„Ég er Selfyssingur í húð og hár“