Stigasöfnun Selfoss heldur áfram

Tinna Sigurrós Traustadóttir skoraði 9 mörk í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss vann öruggan sigur á ungmennaliði Stjörnunnar í Grill66 deildinni í handbolta á Selfossi í kvöld.

Selfosskonur lögðu grunninn að sigrinum með góðum leik í fyrri hálfleik en staðan var 18-11 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var jafnari en lokatölur leiksins urðu 32-25.

Selfoss er í 3. sæti deildarinnar með 26 stig en á leiki til góða á ÍR og FH sem eru fyrir ofan með 27 stig. Selfoss hefur halað inn stig jafnt og þétt í vetur en leikurinn í kvöld var tólfti deildarleikur liðsins í röð án taps.

Tinna Sigurrós Traustadóttir var markahæst Selfyssinga með 9 mörk, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir skoraði 6, Inga Sól Björnsdóttir 4, Tinna Soffía Traustadóttir og Roberta Strope 3, Emilía Kjartansdóttir og Elín Krista Sigurðardóttir 2 og þær Hólmfríður Steinsdóttir, Kristín Una Hólmarsdóttir og Katla Björg Ómarsdóttir skoruðu allar 1 mark.

Fyrri greinÖruggur sigur hjá KFR
Næsta greinÍbúar vilja öflugt skólastarf í báðum þorpunum