Stjarnan sterkari á lokamínútunum

Selfoss tapaði 29-32 gegn Stjörnunni á útivelli í 15. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í dag og hefur því áfram 8 stig í næstneðsta sæti deildarinnar.

Selfoss skoraði fyrstu fjögur mörkin í leiknum en Stjarnan jafnaði 8-8 þegar tólf mínútur voru liðnar af leiknum og náði þriggja marka forskoti í kjölfarið. Selfoss skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og minnkaði muninn í tvö mörk, 17-15.

Þær vínrauðu komust yfir aftur með því að skora þrjú fyrstu mörkin í seinni hálfleiknum, 17-18. Eftir það var nánast jafnt á öllum tölum upp í 26-26 þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Þá komu tvö mörk í röð frá Stjörnunni og á síðustu fimm mínútunum náðu heimakonur mest fjögurra marka forskoti. Selfoss skoraði aðeins eitt mark á síðustu fimm mínúturnum, úr vítakasti á lokasekúndunum.

Selfoss er því áfram í 7. sæti deildarinnar með 8 stig en Stjarnan jafnaði Fram að stigum í 1.-2. sæti.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 8/1 mörk. Kristrún Steinþórsdóttir og Perla Albertsdóttir skoruðu báðar 6 mörk, Dijana Radojevic 4, Margrét Katrín Jónsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir 2 og Arna Kristín Einarsdóttir 1.

Katrín Ósk Magnúsdóttir varði 10/1 skot í marki Selfoss.

Fyrri greinSelfoss úr leik í bikarnum
Næsta greinBikarinn áfram í Vesturbænum