Stjörnulið Kjartans Björnssonar rakara vann lið Litla-Hrauns 9-7 í árlegum knattspyrnuleik í síðustu viku.
Kjartan hefur mætt árlega sl. 20 ár með stjörnulið sitt á Hraunið og att kappi við lið fanga á Litla-Hrauni.
Lið Kjartans var stjörnum prýtt en meðal leikmanna þess, auk rakarans sjálfs, voru miðverðirnir sterku Ómar Valdimarsson og Andy Pew.
Leikurinn fór fram á malarvelli fangelsisins en nú styttist í að nýr gervigrasvöllur verði tekinn þar í notkun.