Í dag fór fram beltapróf hjá taekwondodeild Umf. Selfoss í íþróttahúsinu Iðu. Alls þreyttu 49 manns prófið en þeir komu frá Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hellu og Hvolsvelli.
Allir stóðu sig með prýði og urðu deildinni til sóma.
Í prófinu voru einnig veitt belti fyrir þá sem hafa náð ákveðnum markmiðum sem iðkendur setja sér til að öðlast svarta beltið. Þannig fékk Dagný María Pétursdóttir fékk þriðju svörtu röndina á fjólublátt belti, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir og Pétur Már Jensson fengu fyrstu svörtu röndina á fjólublátt belti og þau Sigríður Eva Guðmundsdóttir, Hekla Þöll Stefánsdóttir, Ísak Máni Stefánsson, Sigurjón Bergur Eiríksson og Daniel Fonseca fengu öll fjólublátt belti.