Stokkseyri á fjóra keppendur í kraftlyftingum

Á Landsmóti UMFÍ sem hefst á Selfossi á fimmtudaginn munu fjórar konur úr kraftlyftingadeild Umf. Stokkseyrar taka þátt. Það eru þær Anna Heiður Heiðarsdóttir, Gunnhildur Rán Hjaltadóttir, Jóhanna Eivinsdóttir Christiansen og Rósa Birgisdóttir.

Lyftingakeppnin fer fram laugardaginn 6. júlí í Sunnulækjarskóla en keppt verður í bekkpressu og réttstöðulyftu án búnaðar. Liðsstjóri er Þóranna Einarsdóttir.

Sleggjurnar fjórar frá Umf. Stokkseyri hafa náð frábærum árangri þrátt fyrir lítið pláss, en æfingaaðstaða þeirra er í lítilli kennslustofu í gamla barnaskólanum. Ungmennafélagið kom deildinni á laggirnar árið 2011 og hefur hún blómstrað síðan.

Fyrri greinChrissie Thelma spilar á Sólheimum
Næsta greinEinn og yfirgefinn í ræktinni