Stokkseyri tapaði stórt þegar liðið tók á móti Hvíta riddaranum í 1. umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á gervigrasinu á Selfossi í dag. Riddararnir sigruðu 0-11 en staðan var 0-5 í hálfleik.
Fyrstu umferðinni lýkur annað kvöld og þá mætast Hamar og KFR á Leiknisvellinum í Breiðholti. Sigurliðið í þeim leik mun mæta Selfossi í 2. umferðinni.
Auk Selfyssinga eru lið Ægis og Uppsveita komin í 2. umferðina.