Stokkseyringar lönduðu sínum fyrsta sigri í 4. deild karla í knattspyrnu í sumar þegar liðið sótti Hörð á Ísafirði heim.
Þórhallur Aron Másson kom Stokkseyringum yfir með marki úr vítaspyrnu á 9. mínútu leiksins en heimamenn jöfnuðu á 25. mínútu.
Staðan var 1-1 í hálfleik og þannig stóðu leikar allt þar til á 76. mínútu að Örvar Hugason innsiglaði sigur Stokkseyringa.
Stokkseyri hefur nú fjögur stig og er í 5. sæti A-riðils.