Í morgun var birt niðurröðun í 4. deild karla í knattspyrnu á komandi keppnistímabili. Umf. Stokkseyrar mætir aftur til leiks á Íslandsmótið eftir 21 árs hlé.
Stokkseyri mun leika í A-riðli ásamt Árborg og sjö öðrum liðum og munu Árborg og Stokkseyri m.a. mætast í lokaumferð riðlakeppninnar í ágúst.
Stokkseyringar tóku þátt í bikarkeppni KSÍ í fyrra en félagið keppti síðast á Íslandsmótinu á árunum 1989-1991. Árin 2003 og 2004 tefldi félagið fram sameiginlegu liði með Umf. Eyrarbakka sem nefndist Freyr.