Stokkseyri tapaði stórt

Daníel Guðmundsson með boltann í leiknum í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyringar eru úr leik í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu eftir tap gegn 2. deildarliði Hauka í 2. umferð keppninnar í dag.

Liðin mættust á gervigrasinu á Selfossi og þar náðu Stokkseyringar að halda aftur af Haukum í rúman hálftíma. Gestirnir komust í 0-1 á 34. mínútu og bættu svo við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks, 0-2 í hálfleik.

Róðurinn þyngdist verulega fyrir Stokkseyringa í seinni hálfleik en Haukar komust strax í 0-3 og bættu svo við fjórum mörkum í viðbót, þannig að lokatölur urðu 0-7.

Þar með er ljóst að ekkert sunnlenskt lið kemst í 32-liða úrslit í Mjólkurbikar karla.

Fyrri greinUngu Selfyssingarnir fældu Kríuna burtu
Næsta greinGestirnir sterkari í seinni hálfleik