Stokkseyri, Uppsveitir og KFR töpuðu

Jóhann Guðmundsson, leikmaður Stokkseyrar, sækir að marki Léttis í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það var heldur rýr uppskeran hjá sunnlensku liðunum í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu um helgina. Stokkseyri, Uppsveitir og KFR töpuðu öll leikjum sínum.

Stokkseyri tók á móti Létti á Selfossvelli í dag. Jóhann Fannar Óskarsson kom Stokkseyri yfir á 7. mínútu en Léttismenn jöfnuðu tíu mínútum síðar og staðan var 1-1 í hálfleik. Léttismenn komust yfir um miðjan seinni hálfleikinn og þeir áttu meira á tanknum á lokakaflanum, því þeir bættu við tveimur mörkum á síðustu sjö mínútunum og sigruðu 1-4.

Í gær heimsóttu Uppsveitir Vængi Júpíters á Fjölnisvöllinn. Staðan var 1-0 í hálfleik en Vængir skoruðu tvö mörk í seinni hálfleiknum og sigruðu 3-0.

Á föstudagskvöldið var KFR í heimsókn hjá KH á Valsvellinum. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega, KH komst í 3-0 á fyrstu átta mínútunum og Dagur Þórðarson minnkaði muninn í 3-1 á 11. mínútu. KH bætti við tveimur mörkum til viðbótar í fyrri hálfleik og staðan var 5-1 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var einstefna og fór svo að lokum að KH sigraði 11-1.

Fyrri greinWillard skoraði í sínum fyrsta leik
Næsta greinNý lögreglustöð opnuð í Vík í Mýrdal