Stokkseyri vann sinn fyrsta sigur í 5. deild karla í knattspyrnu í sumar þegar liðið heimsótti KB í Breiðholtið í kvöld.
Stokkseyringar voru fyrri til að skora en Gunnar Bjarni Oddsson kom þeim yfir á 7. mínútu. KB jafnaði metin á 23. mínútu en fimm mínútum síðar kom Jón Jökull Þráinsson Stokkseyringum yfir aftur og staðan var 1-2 í hálfleik.
Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleiknum en á 68. mínútu tryggði Sigurður Snær Sigurjónsson Stokkseyri 1-3 sigur og fyrstu stig liðsins á tímabilinu komin í hús.
Staðan í A-riðli 5. deildarinnar er þannig að Stokkseyri er í 7. sæti með 3 stig en KB er í 9. sæti með 2 stig.