Stokkseyringar stóðu í ströngu

Arilíus Marteinsson teygir sig á eftir boltanum í leiknum í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyri bíður enn eftir fyrsta sigri sínum í 5. deild karla í knattspyrnu í sumar en í dag fékk liðið Hörð frá Ísafirði í heimsókn á Stokkseyrarvöll.

Gestirnir reyndust sterkari í dag og slakur kafli Stokkseyringa undir lok fyrri hálfleiks gerði út um leikinn, þar sem þeir fengu á sig fjögur mörk á tæpum tuttugu mínútum. Staðan í hálfleik var 0-4.

Seinni hálfleikur var markalaus allt þar til á 84. mínútu að boltinn lak inn í mark Stokkseyringa í fimmta skiptið og niðurstaðan varð 0-5 sigur Harðverja.

Staðan í riðlinum er þannig að Stokkseyri er í botnsætinu án stiga en Hörður er í 2. sæti með 6 stig.

Fyrri greinNýtum kosningaréttinn!
Næsta greinFrábær skráning í hlaupaveisluna í Hveragerði