Lið frá Ungmennafélagi Stokkseyrar náðu frábærum árangri á bikarmóti Fimleikasambands Íslands í almennum fimleikum sem haldið var í Keflavík um helgina.
Mótið var liðakeppni í fjölþraut og sendi fimleikadeild Umf. Stokkseyrar tvö lið til keppni, Stokkseyri H3-1 og Stokkseyri H3-2. Bæði liðin kepptu í flokki 15-16 ára B, og voru þau félaginu til mikils sóma.
Stokkseyri H3-1 sigraði og varð bikarmeistari með 120,1 stig og Stokkseyri H3-2 lenti í 3.sæti með 117,6 stig. Þetta er glæsilegur árangur hjá báðum liðum.