Stólarnir sterkari á Króknum

Halldór Garðar skoraði 16 stig fyrir Þórsara. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn heimsótti sterkt lið Tindastóls í 1. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi og tapaði 85-68.

Tindastóll hafði frumkvæðið stærstan hluta leiksins en staðan í leikhléi var 44-33. Þór náði að minnka muninn niður í sjö stig í upp hafi síðari hálfleiks en Stólarnir áttu síðasta leikhlutann og juku þá forskotið jafnt og þétt.

Tölfræði Þórs: Kinu Rochford 21 stig/17 fráköst, Gintautas Matulis 15 stig/8 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 12 stig/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 10 stig, Ragnar Örn Bragason 6 stig, Nikolas Tomsick 4 stig/6 stoðsendingar.

Fyrri greinSamið um veðurstöð á Selfossi
Næsta greinHamarsmenn sterkari í lokin