Það var stór dagur hjá Ungmennafélaginu Heklu í gær þegar skrifað var undir nýjan samning um æfinga- og keppnisklæðnað og samstarfssamninga við nokkur fyrirtæki.
New Wave Iceland ehf mun leggja Heklu til æfinga og keppnisklæðnað en New Wave Iceland er umboðsaðili fyrir Craft íþróttavörumerkið á Íslandi. Samningurinn er til fjögurra ára og mun Hekla á næstunni færa allt sitt yfir í Craft klæðnað. Í tilefni að því er tilboð á Craft klæðnaði Umf. Heklu alla helgina, hægt er að panta á craftverslun.is og setja inn kóðann HEKLA2025.
Samhliða þessu hafa verið gerðir samningar við sex fyrirtæki sem koma til með að auglýsa á klæðnaði Umf. Heklu, en þau eru American School Bus Cafe, Rafhella ehf, Villt og alið, Betri stofan fasteignasala, Loftbolti og Fjórir naglar ehf. Samningar við fyrirtækin eru til 2 ára og má sjá myndir af fulltrúum fyrirtækjanna hér fyrir neðan.
„Þetta er mikið framfaraskref fyrir Ungmennafélagið Heklu, sem er félag í mikilli sókn. Við hlökkum mikið til samstarfsins og þökkum ofantöldum aðilum kærlega fyrir,“ segir Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður Heklu.