Stór dagur hjá Umf. Heklu

Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður Heklu, handsalar samninginn við Harald Guðmundsson frá New Wave Iceland. Fyrir aftan standa fulltrúar félagsins þau Sindri Freyr Seim Sigurðsson, iðkandi og þjálfari í frjálsum og Þorbjörg Helga Björgvinsdóttir, efnilegur iðkandi Umf. Heklu í frjálsum og fimleikum. Ljósmynd/Aðsend

Það var stór dagur hjá Ungmennafélaginu Heklu í gær þegar skrifað var undir nýjan samning um æfinga- og keppnisklæðnað og samstarfssamninga við nokkur fyrirtæki.

New Wave Iceland ehf mun leggja Heklu til æfinga og keppnisklæðnað en New Wave Iceland er umboðsaðili fyrir Craft íþróttavörumerkið á Íslandi. Samningurinn er til fjögurra ára og mun Hekla á næstunni færa allt sitt yfir í Craft klæðnað. Í tilefni að því er tilboð á Craft klæðnaði Umf. Heklu alla helgina, hægt er að panta á craftverslun.is og setja inn kóðann HEKLA2025.

Samhliða þessu hafa verið gerðir samningar við sex fyrirtæki sem koma til með að auglýsa á klæðnaði Umf. Heklu, en þau eru American School Bus Cafe, Rafhella ehf, Villt og alið, Betri stofan fasteignasala, Loftbolti og Fjórir naglar ehf. Samningar við fyrirtækin eru til 2 ára og má sjá myndir af fulltrúum fyrirtækjanna hér fyrir neðan.

„Þetta er mikið framfaraskref fyrir Ungmennafélagið Heklu, sem er félag í mikilli sókn. Við hlökkum mikið til samstarfsins og þökkum ofantöldum aðilum kærlega fyrir,“ segir Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður Heklu.

Fyrri greinÞórsarar kafsigldu Valsmenn
Næsta greinFólk sýni aðgát á bökkum Hvítár