Stór skellur að Hlíðarenda

Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. Ljósmynd: fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu fékk stóran skell þegar liðið heimsótti Íslandsmeistara Vals á Hlíðarenda í A-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu í kvöld.

Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði þrennu fyrir Val á hálftíma kafla í fyrri hálfleik en Katrín Ágústsdóttir minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Staðan var 3-1 í leikhléi.

Staðan versnaði í seinni hálfleiknum og eftir fjórtán mínútna leik hafði Valur skoraði tvö mörk og staðan orðin 5-1. Yfirburðir Vals héldu áfram og þær bættu við tveimur mörkum á síðustu tuttugu mínútum leiksins og lokatölur urðu 7-1.

Staðan í deildinni er þannig að Selfoss er í 5. sæti með 3 stig, eins og Valur sem er í 3. sætinu, en þetta var fyrsti sigur Vals í Lengjubikarnum í vor.

Fyrri greinSkóflurnar á lofti á Laugarvatni
Næsta greinTilkynnt um torkennilegan hlut á Selfossi