Kvennalið Selfoss mætir KR á útivelli í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í kvöld kl. 19:15.
Fyrir leikinn eru KR-ingar í botnsæti deildarinnar með tvö stig en Selfoss þar fyrir ofan með sjö stig. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli í miklu roki á Selfossi.
Tveir nýir leikmenn verða í leikmannahópi Selfoss í kvöld, Arna Ómarsdóttir og Björg Magnea Ólafs, og má fastlega búast við því að þær verði í byrjunarliðinu. Þá hafa Selfyssingar fengið til sín Hildi Marín Andrésdóttur frá Þór Akureyri en hún er ekki komin með leikheimild fyrir leikinn í kvöld.
Stuðningsmenn Selfoss eru hvattir til að mæta á völlinn til þess að styðja við bakið á stelpunum. Fróðlega upphitun fyrir leikinn má lesa á selfoss.org.