Stórleikur í Iðu í kvöld

Það verður allt lagt undir þegar FSu og Hamar mætast í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Iðu.

Það er mikið í húfi fyrir liðin en þau eru að berjast ásamt Breiðabliki um að ná 5. sæti deildarinnar, sem er síðasta sætið inn í úrslitakeppni deildarinnar. Þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Hamar og FSu hafa bæði 14 stig fyrir leikinn en Breiðablik hefur 16 stig og er í 5. sæti en Blikar hafa leikið einum leik meira en sunnlensku liðin.

Í fyrri leik liðanna í vetur sigraði Hamar 101-97 í framlengdum leik í Hveragerði.

Fyrri greinNýstárlegur lopagalli með fornu mynstri
Næsta greinSkyndibitakóngar í ferðaþjónustuverkefni