Hamar-Þór tapaði 76-89 þegar liðið fékk Tindastól í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði í 1. deild kvenna í körfubolta í dag.
Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur, gestirnir byrjuðu betur en Hamar-Þór svaraði fyrir sig í 2. leikhluta og komst yfir. Staðan í hálfleik var 40-38. Gestirnir tóku hins vegar frábæran sprett í 3. leikhluta og náðu þá 59-72 forystu sem Hamar-Þór náði ekki að saxa á í 4. leikhlutanum.
Astaja Tyghter átti stórleik fyrir Hamar-Þór en það dugði ekki til. Hún skoraði 41 stig og tók 12 fráköst. Valdís Una Guðmannsdóttir kom næst henni með 9 stig og Hrafnhildur Magnúsdóttir skoraði 8.