Aldursflokkamót og Héraðsleikar HSK í frjálsum íþróttum hófust á íþróttavellinum í Þorlákshöfn í morgun.
Rúmlega eitthundrað krakkar frá aðildarfélögum Héraðssambandsins Skarphéðins taka þátt í mótunum.
Á Héraðsleikunum keppa 9 ára og yngri í langstökki og 60 m hlaupi en á Aldursflokkamótinu keppa 10 ára og eldri í fjölmörgum greinum.
Héraðsleikunum var lokið fyrir hádegi en Aldursflokkamótinu lýkur með boðhlaupum um kl. 15:00.