Stórmót í boccia á Selfossi um helgina

Kristján Jón Gíslason stillir af miðið. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Suðurlandsmót í boccia verður haldið laugardaginn 23. október í Iðu og íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi.

Þessa helgi var fyrirhugað Íslandsmót í boccia á vegum Íþróttasambands fatlaðra og Íþróttafélagsins Suðra en vegna COVID-19 var ákveðið að fella það niður en halda í staðinn tvö mót, annars vegar á Norðurlandi og hins vegar á Suðurlandi.

Á Suðurlandsmótinu verða keppendur af suðvesturhorni landsins og Vestfjörðum. Keppendur eru 110 og að auki er fjöldi annarra sem kemur að mótinu; aðstoðarfólk, dómarar og fleiri þannig að hátt í 200 manns verða á Selfossi á vegum þessa móts.

Mótið hefst klukkan 10 á laugardag og lýkur um kl. 19 og er fólk hvatt til að kíkja við og fylgjast með spennandi og skemmtilegri keppni.

Fyrri greinForeldra- og samfélagsfundur í Þorlákshöfn í kvöld
Næsta greinHaldið upp á aldarafmæli félagsheimilisins Gimli