Stórsigur hjá KFR

Knattspyrnufélag Rangæinga vann óvæntan stórsigur á Víði í 3. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. KFR er í fallsæti en Víðir í harðri toppbaráttu.

Eftir átján mínútna leik skoraði Hjörvar Sigurðsson fyrir KFR og þremur mínútum síðar bætti Axel Sveinsson við marki. Gunnar Helgason skoraði svo tvívegis undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 4-0 í leikhléi.

Veislan hélt áfram í síðari hálfleik en Ævar Már Viktorsson og Bjarki Axelsson bættu við mörkum fyrir KFR áður en gestirnir úr Víði náðu að klóra í bakkann á lokamínútu leiksins.

6-1 sigur niðurstaðan en þrátt fyrir það er KFR enn í fallsæti, nú með 7 stig í 9. sæti. Víðir er í 2. sæti með 27 stig.

Fyrri greinÖkumenn hvattir til að sýna umburðarlyndi og þolinmæði
Næsta greinYtri-Rangá komin yfir 3.000 laxa