Stórsigur í fyrsta leik Helenu

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu vann 5-0 sigur á Álftanesi í C-deild Lengjubikarsins á Selfossvelli í dag. Þetta var fyrsti opinberi leikur liðsins undir stjórn Helenu Ólafsdóttur, þjálfara liðsins.

Selfossliðið var mun sterkara í leiknum og leiddu 3-0 í hálfleik. Fyrsta markið var sjálfsmark en síðan bættu Thelma Sif Kristjánsdóttir og Dagný Hanna Hróbjartsdóttir við mörkum fyrir hálfleik.

Í síðari hálfleik héldu yfirburðir Selfoss áfram þrátt fyrir að liðið léki gegn strekkingsvindi. Dagný Hanna skoraði annað mark sitt og fjórða mark Selfoss áður en Aníta Guðlaugsdóttir innsiglaði góðan sigur á lokamínútum leiksins.

Fyrri greinBannsvæði í kílómeters radíus
Næsta greinAlvarlegt flugslys á Langholtsfjalli