Stórt tap á heimavelli

Abby Beeman var stigahæst hjá Hamri/Þór með 20 stig. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar/Þór fékk heldur betur skell þegar liðið tók á móti Grindavík í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í Hveragerði í kvöld.

Það gekk hvorki né rak hjá vængbrotnu liði Hamri/Þór í fyrri hálfleik en liðið var án Kristrúnar Ríkeyjar Ólafsdóttur og Hönu Ivanusa í kvöld og munar um minna. Grindavík hafði gert út um leikinn í leikhléi, 20-51, og hagur heimakvenna batnaði lítið í seinni hálfleiknum. Grindavík vann að lokum stórsigur, 51-97.

Abby Beeman var stigahæst hjá Hamri/Þór með 20 stig.

Hamar/Þór og Grindavík eru bæði 2/2 að loknum fjórum umferðum, eins og fjögur önnur lið í deildinni.

Tölfræði Hamars/Þórs: Abby Beeman 20/6 fráköst/5 stolnir, Anna Soffía Lárusdóttir 8/5 fráköst, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 7, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 6, Teresa Da Silva 4, Gígja Rut Gautadóttir 3, Helga María Janusdóttir 2, Bergdís Anna Magnúsdóttir 1/5 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 1 stolinn bolti.

Fyrri greinRúmar 2 milljónir króna söfnuðust í Bleika boðinu
Næsta greinTómas Ellert dregur framboð sitt til baka