Stórt tap á heimavelli

Anna Katrín Víðisdóttir skoraði 11 stig fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tapaði stórt þegar Stjarnan-u kom í heimsókn í Vallaskóla í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Leikurinn fór fjörlega af stað og Selfoss leiddi eftir 1. leikhluta, 20-19. Í 2. leikhluta gekk hins vegar allt á afturfótunum hjá heimakonum, þær skoruðu aðeins 6 stig á meðan Stjarnan-u raðaði niður körfum og staðan í hálfleik var 26-47.

Stjarnan-u bætti um betur og náði 28 stiga forskoti í 3. leikhluta. Þar með voru úrslitin ráðin, gestirnir héldu áfram að skora körfur í öllum regnbogans litum í síðasta fjórðungnum og þær sigruðu að lokum 54-96.

Valdís Una Guðmannsdóttir var stigahæst Selfyssinga í dag með 12 stig, Anna Katrín Víðisdóttir skoraði 11 og þær Eva Rún Dagsdóttir og Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir skoruðu báðar 10 stig.

Eftir ellefu umferðir er Selfoss í 5. sæti deildarinnar með 6 stig en Stjarnan-u er í 3. sæti með 12 stig.

Selfoss-Stjarnan u 54-96 (20-19, 6-28, 13-18, 15-31)
Tölfræði Selfoss: Valdís Una Guðmannsdóttir 12/6 fráköst, Anna Katrín Víðisdóttir 11/4 fráköst, Eva Run Dagsdottir 10, Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir 10/4 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 4/7 fráköst, Þóra Auðunsdóttir 4/4 fráköst, Perla María Karlsdóttir 3.

Fyrri greinÖruggur sigur á botnliðinu
Næsta greinHvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?