Hamar tapaði stórt gegn Tindastóli á útivelli í kvöld í 1. deild kvenna í körfubolta.
Hamar byrjaði illa leiknum og var 19-7 undir eftir 1. leikhluta. Sóknarleikur Hamars gekk betur í 2. leikhluta sem var jafn en staðan í hálfleik var 35-24.
Tindastóll var sterkari í síðari hálfleik og bilið á milli liðanna jókst jafnt og þétt. Lokatölur urðu 81-49.
Hamar er í botnsæti 1. deildarinnar með 2 stig en Tindastóll er í 5. sæti með 10 stig.
Tölfræði Hamars: Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 11/10 fráköst, Una Bóel Jónsdóttir 11/4 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 7/8 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 7/5 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 5, Dagrún Inga Jónsdóttir 4/4 fráköst, Perla María Karlsdóttir 3, Dagrún Ösp ssurardóttir 1/4 fráköst.