Hamarsmenn töpuðu þriðja leik sínum í Lengjubikar karla í knattspyrnu þegar þeir mættu Víkingi Ólafsvík á gervigrasinu í Laugardal í kvöld. Lokatölur voru 1-6.
Víkingar komust í 0-1 áður en Alexandre Tselichtchev minnkaði muninn fyrir Hamar á 45. mínútu. Víkingar náðu að skora í uppbótartíma, mínútu síðar og staðan var 1-3 í hálfleik.
Í síðari hálfleik bættu Ólafs-Víkingar við þremur mörkum án þess að Hvergerðingarnir gætu svarað fyrir sig.
Með tapinu settust Hamarsmenn á botn riðils-2 en tvær umferðir eru eftir í riðlinum.