Kvennalið Selfoss tapaði stórt þegar liðið mætti Fjölni í 1. deildinni í körfubolta í Dalhúsum í Grafarvogi í gærkvöldi.
Fjölniskonur voru skrefinu á undan allan leikinn og juku forskot sitt jafnt og þétt. Staðan í hálfleik var 57-35 en að lokum skildu 40 stig liðin að, 106-66.
Donasja Scott var stigahæst Selfyssinga með 21 stig og Eva Rún Dagsdóttir og Anna Katrín Víðisdóttir voru sömuleiðis öflugar með 16 og 15 stig.
Selfoss er í 7. sæti deildarinnar með 2 stig en Fjölnir í 5. sæti með 4 stig.
Tölfræði Selfoss: Donasja Scott 21/5 fráköst, Eva Run Dagsdottir 16/6 fráköst/3 stolnir, Anna Katrín Víðisdóttir 15, Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir 6, Lilja Heiðbjört Valdimarsdóttir 5/7 fráköst, Perla María Karlsdóttir 3/5 fráköst, Valdís Una Guðmannsdóttir 0, Eva Margrét Þráinsdóttir 2 stoðsendingar/1 frákast, Elín Þórdís Pálsdóttir 2 stoðsendingar/1 frákast, Karólína Waagfjörð Björnsdóttir 1 stolinn.