Selfoss tapaði stórt þegar liðið sótti Breiðablik heim í Fífuna í fyrstu umferð Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í dag.
Selfoss tefldi fram ungu og efnilegu liði en marga lykilmenn vantaði í leikmannahópinn í dag.
Breiðablik braut ísinn á 14. mínútu og bætti svo við þremur mörkum til viðbótar í fyrri hálfleik, 4-0 í leikhléi.
Blikar gerðu endanlega út um leikinn með tveimur mörkum til viðbótar á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks. Staðan var orðin 7-0 á 67. mínútu en fimm mínútum síðar minnkaði Magdalena Reimus muninn fyrir Selfoss. Blikar áttu hins vegar síðasta orðið og lokatölur urðu 8-1.