Stórt tap í Stykkishólmi

Jenný Harðardóttir var stigahæst hjá Hamri með 22 stig. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Hamars fékk stóran skell þegar liðið heimsótti Snæfell í Stykkishólm í Domino's-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Hvergerðingar fengu ekki rönd við reist í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var 41-14. Forskot heimaliðsins jókst jafnt og þétt í síðari hálfleik og að lokum skildu 52 stig liðin að, 88-36.

Tölfræði Hamars: Alexandra Ford 15 stig, Jenný Harðardóttir 8 stig/4 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5 stig, Margrét Hrund Arnarsdóttir 2 stig, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2 stig/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2 stig/4 fráköst, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2/4 fráköst.

Fyrri greinDýrast fyrir „aðkomufjölskyldu“ að fara í sund í Árborg
Næsta greinBreytingar framundan á húsnæði Kjarnans