Sveitarfélagið Árborg heiðraði í kvöld fjóra Selfyssinga, leikmenn og þjálfara U19 ára landsliðsins í handbolta sem vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í vikunni.
Þetta voru þeir Einar Guðmundsson, þjálfara, leikmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Elvar Örn Jónsson og sjúkraþjálfarinn Jón Birgi Guðmundsson.
Liðið náði frábærum árangri á mótinu undir stjórn Einars, en þriðja sætið er meðal bestu afreka Íslands í keppni U19 ára liða.
Athöfnin fór fram í Vallaskóla í kvöld, í hálfleik í leik Selfoss og Fram á Ragnarsmótinu.
Kjartan Björnsson, formaður Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar afhenti þeim félögum blómvönd auk þess sem Tinna Soffía Traustadóttir tók við blómvendi fyrir hönd handknattleiksdeildarinnar fyrir gott starf og að ala þessa drengi upp.