Strákarnir okkar: Jón Daði eini markaskorari Viking

Jón Daði Böðvarsson skoraði eina mark leiksins þegar Viking lagði Lillestrøm á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Jón Daði hóf leik á varamannabekknum en kom inn á á 62. mínútu. Hann skoraði sigurmark Viking á 86. mínútu þegar hann lék framhjá markverði Lillestrøm og lagði boltann í tómt markið. Jón Daði hefur skorað öll mörk Viking í deildinni hingað til, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað samtals í 59 mínútur í leikjunum þremur.

Viðar Örn Kjartansson fór með félögum sínum í Vålerenga til Haugasunds í gær þar sem þeir gerðu 1-1 jafntefli við heimamenn. Haugasund komst yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks en Viðar jafnaði metin fyrir Vålerenga með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Sarpsborg 08, lið Guðmundar Þórarinssonar, tók á móti Babacar Sarr og félögum í Start í dag. Liðin skildu jöfn, 1-1, en en Guðmundur fór meiddur af velli á 42. mínútu. Babacar kom inn af bekknum hjá Start á 64. mínútu leiksins.

Sarpsborg er í 4. sæti deildarinnar með 5 stig, Viking í 6. sæti, einnig með 5 stig og Vålerenga er í 10. sæti með 4 stig.

Selfyssingarnir Jón Daði og Viðar Örn eru markahæstir í norsku deildinni með 3 mörk eins og Ulrik Flo, leikmaður Sogndal.

Fyrri greinBanaslys við Hrafntinnusker
Næsta greinPáskar og chili-súkkulaði